þriðjudagur, 12. janúar 2010

Nesti


Í gær bjó ég til þessa líka fínu súpu.
Laukur, gulrætur og sveppir sett á pönnu og látið malla í smá smjöri. Svo örlítið hveiti, hellingur af vatni og súpurkraftur. Eftir dálitla stund er fínt að setja tómatpúrre (eða afgang af taccosósu ef maður á hana) og rjómaost (helst með pipar) og kjúklingaafgang frá deginum áður. Smá sletta af grískri jógúrt gerir heilmikið ...eða tortillaflögur og rifinn ostur ...jafnvel heimabakað brauð.
Og í dag fór ég með það sama í nesti.

Engin ummæli: