
Ég hef setið undanfarna daga og prjónað gráa peysu og það munar svooo litlu að hún sé tilbúin. En það vantar smávegis uppá svo hún verður vonandi hér í næstu viku.

Verkefni þessarar viku er Möbiusartrefill fyrir dótturina. Mér skilst að það sé prjónaverkefni sem allir verði að prufa, ferlega skemmtilegt og tekur aðeins eitt kvöld. Uppskriftin er á ravelry og í trefilinn fóru 160 grömm af garni. Allt af lagernum.
2 ummæli:
dugnaður er þetta . Flottur möbiusartrefillinn.
Ég veit það ekki - en það gengur heilmikið á lagerinn þessa dagana. Ætlarðu ekki að skella þér í eins og einn.
Skrifa ummæli