sunnudagur, 17. janúar 2010

52 hlutir - 52 vikur

Ég sá konu í blaðinu í gær sem gerði 52 húfur á einu ári. Ég hafði heyrt af henni áður því þaðan kom hugmyndin mín um að ljúka einu verkefni á viku - sko áramótaheitið. Og þar sem ég hef lengi haft áhuga á að minnka garn- og efnalagerinn og sá ég þarna leið. Ég treysti mér þó ekki í vikulega hönnun. Eða eiginlega bara alls enga hönnun.

En verkefni þessarar viku er klárt. Það hefur þó tekið meiri tíma en eina viku.

Og skyrtu- og flónelsefnastaflinn hefur aðeins minnkað við þetta - teppið vegur ca. kíló. Ónýtanlegir afgangar (jebbs þetta var dálítið erfið ákvörðun) frá báðum teppum er um 1,5 kíló. Allar stærðir eru þær sömu og í fyrra teppi.
Og nú er teppið komið á nýjan stað.

Engin ummæli: