sunnudagur, 10. janúar 2010

Sunnudagur - handavinna

Svakalega er þessi helgi búin að vera fljót að líða. Varla byrjuð þegar hún er búin.

Eftir að hafa vaknað rólega og náð í bílinn fór annað okkar í ræktina meðan hitt las blogg og sinnti ýmsu öðru mjööög mikilvægu. Svo skruppum við í morgunkaffi upp í Breiðholt. Þá var meiningin að hella sér í handavinnu því verkefni næstu viku er komið vel af stað. En það reyndist meira freistandi að fara upp í rúm með bók.
Annars er ég búin að vera með hjartsláttartruflanir í dag sem ég held að séu samt ekki af spenningi yfir bókinni - kannski að rauðvínið í gær sé orsökin.


En hér er sem sagt verkefni síðustu viku



Sunnuhlíðarpottaleppar: 80 gr (eða voru það 90?) bómullargarn
Fitjaðar eru upp 30 lykkjur. Heklaðar 46 umferðir (eða uþb). Tveir og tveir eins.
Og þeir hafa yfirgefið heimilið - voru hluti af afmælisgjöf 5. janúar.

Engin ummæli: