sunnudagur, 3. janúar 2010

Sunnudagsmorgunn


Ég er búin að koma mér vel fyrir með sjóðandi kaffi í nýja kaffibollanum ætla að skoða fréttir í tölvunni. Er að reyna venjast Moggalausum morgnum – en Ingó hafði sitt fram á endanum og sagði upp blaðinu frá áramótum. Ég les kannski ekki svo mikið af pólitískum greinum þar – enda eru þær algerlega úr takti við allt eftir komu nýja ritstjórans – en fylgist nokkuð vel með dánartilkynningum og minningargreinum. Hmm sem hljómar ekki alveg nógu vel - það er kannski kominn tími, á nýju ári, á að taka sér frí frá veikindum og dauða og einbeita sér að öðrum hlutum.


Tölvan var uppi og útsýnið af efri hæðinni var æðislegt. Svona póstkortastemming í frosti og stillu.

Engin ummæli: