laugardagur, 23. janúar 2010

Álafoss


Mér finnst alltaf svolítið gaman að koma við í Álafossbúðinni. Staðsetningin er flott og svo er þar til óskaplega mikið af alls konar hlutum sem ég girnist.

En í dag var tilfinningin pínulítið öðruvísi. Ég var með nokkra hluti sem ég vildi losna við og selja og aðra sem ég vildi skipta. Og eins kjánalega og það hljómar þá dauðkveið ég fyrir, var andstutt og með kvíðahnút í maga.

En það reyndist ástæðulaust. Búðin keypti af mér allar lopavörur sem ég kom með og ekkert mál reyndist að skipta lopa í kambgarn.

Svo nú þarf ég bara að halda áfram og klára peysuna sem ég er að prjóna - svo ég geti sem fyrst byrjað á að prjóna úr nýja bandinu.

Engin ummæli: