mánudagur, 18. janúar 2010

Eldhússkápa-eftirjóla-tiltekt

Núna er janúar rúmlega hálfnaður og ég er búin að taka niður allt jólaskraut fyrir löngu síðan.
Ja fyrir utan jólagardínur altsvo en þær verða uppi aðeins lengur.
Og nokkur jólaljós ... og jóladúkar.

Í eldhússkápum leynast hins vegar enn ýmsir afgangar frá jólum sem ég reyni að klára svona smám saman. Konfekt kláraðist um daginn í heitu eplapæi og í gær urðu möndluafgangar að biscotti.

Ég hef áður bakað biscotti og tekist ágætleg en í gær mistókst allt sem hægt var að klúðra.
Eggin og sykurinn sem áttu að hrærast ljós og létt urðu það ekki, deigið vildi ekki loða saman og varð að misstórum klessum í stað fallegra brauðstanga, og svo var hitinn of mikill þannig að brúnirnar brunnu.

Og auðvitað litu kökurnar skelfilega illa út.
En voru ægilega góðar.

Ég er að spá í hvort ég verði ekki að kaupa dálítið meira af möndlum og reyna aftur.
Bara til að æfa mig.
Ekkert annað.

Engin ummæli: