laugardagur, 9. janúar 2010

Fyrsta vikan

Loksins laugardagur og fyrstu vinnuviku ársins er lokið. Ég verð nú að játa að það var stundum erfitt að vakna á morgnana -það er oft heilmikið sjokk að stökkva yfir í venjulegt hversdagslíf eftir þetta langt frí. Eða eins og segir í dagbókinni minni "mánudagurinn er oft slæmur, því hann kemur svo snögglega eftir sunnudaginn".

En þetta var gott frí - besta jólafrí í mörg ár. Sem er auðvitað svolítið skrítið. Eflaust spilar þó margt inní - og ég er viss um að minni streita og betri svefn gegna stóru hlutverki.

Úti er rigning og enn dimmt en hér inni er allt komið á fullt. Eftir miklar vangaveltur með flísar höfum við loks ákveðið okkur og eigum von á múrara á eftir.

Þetta verður fínn dagur.
Og ég ætla að koma mér vel fyrir og prjóna svolítið og jafnvel sauma líka.
Og í kvöld er okkur boðið í mat.

Engin ummæli: