
Stelpurnar sem ég labba með eru þvílíkir gönguhrólfar og ég verð að hafa mig alla við að fylgja þeim. Ég geri mér þó vonir um að einhvern tíma verði ég búin að ná hraðanum þeirra og er einmitt að spá í að skjótast í smá æfingaferðir inn á milli -...nja það var nú reyndar ráðlegging frá sjúkraþjálfaranum sem vill að ég hreyfi mig meira.
Annars hélt ég í dag að ég væri farin að grennast. Pilsið var eitthvað svo miklu rýmra en venjulega og í réttri sídd (svona við hné) en ekki á miðju læri. En neei það var ekki svo gott - heldur gekk ég um allt með rennilásinn opinn á rassinum.
2 ummæli:
Líst vel á ráð sjúkraþjálfarans og mæli með með gönguferð til sys einu sinni á dag í óákveðinn tíma. Leyfilegt að koma í umræddu pilsi, hnepptu eða óhnepptu hehe
jamm - það er líka nokkuð passleg vegalengd
Skrifa ummæli