miðvikudagur, 20. janúar 2010

Spekúlering

Mér var litið í spegil um daginn - og það flaug í gegnum hugann á mér - úff hvað gerðist eiginlega?
Og gamall brandari rifjaðist upp fyrir mér: Góði guð ef þú getur ekki gert mig mjóa - gerðu þá vini mína feita.
Nei nei nei auðvitað hugsaði ég það ekki.
Undanfarna viku hef ég haft súrdeig í undirbúningi og í gær varð það að brauði, svona þéttu dökku rúgbrauði. Ekki ósvipað því sem við höfum fengið í Danaveldi. Og það heppnaðist svona ljómandi vel.
Og ég sem er að reyna að taka mig á í nestismálum tók með mér tvær í nesti ásamt grænmeti.
Annars var ég bíllaus í dag og ákvað að slaufa hittingi og Elliðaárdalsgöngu - og labba heim úr sjúkraþjálfuninni.
Tuttugu mínútur og samviskan er hrein.

Engin ummæli: