sunnudagur, 31. janúar 2010

One size fits all


Jæja peysunni er loksins lokið.
Eftir að hafa setið stíft við um seinustu helgi þá átti ég bara eftir að prjóna annan hnappagatalistann á sunnudagskvöldið og svo auðvitað þvo peysuna og festa á tölur.

Ég náði að klára mohairgarn sem ég hef átt í ægilega langan tíma, það var held ég keypt í Þýskalandi fyrir 25 - 30 árum.

Ég er ferlega ánægð með peysuna og tel víst að hún verði mikið notuð...
...af okkur mæðgum báðum ...
...svona One Size Fits All
Hér kemur smávegis til minnis.
Peysan vegur 430 gr.
Prjónuð úr einföldum lopa og mohair, á prjóna nr. 5
Í hana fara 200 gr ljósgrár lopi, og tæplega 200 gr Zareska-mohair
Fremst á ermum, neðst á bol og listar eru úr dökkgráum lopa og með honum er afgangur af Super kid mohair
8 tölur
Uppskriftin heitir Transitions Yoke Cardigan og er líka á Ravelry

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

O.m.g. hvað þessi peysa er flott. Hún er rosa góð á ykkur báðum.
ÞS

Nafnlaus sagði...

Virkilega flott peysa og myndirnar mjög fínar.

Peysan vegur 430 gr. Hvað skyldi það vera stór hluti af ull sem fæst af einni kind?

Ég held að af einni kind fáist um 2 kg. af ull (reifið). Þegar ullin er komin í verksmiðju er hún metin og flokkuð. Síðan er hún þvegin, kembd og spunnin og kemur frá verksmiðjunni fullunnin sem lopi, loðband eða kambgarn. Það er auðvitað misjafnt hvað fer mikið af henni í lopa, fer auðvitað eftir gæðum hennar, en ef við gefum okkur að nýtnin sé um 50% þá má segja að sá sem klæðist þessari peysu sé með hálfa kind utan um sig. hvorki meira né minna.

Reyndar held ég að ullin af angórugeitinni nefnist móhár (mohair). Því má segja að þið séuð með 1/4 kind og 1/4 angórugeit utan um ykkur.

Verði ykkur að góðu.

Anna sagði...

ÞS - takk fyrir það

NN - "1/4 kind og 1/4 angórugeit" - Takk fyrir þessar upplýsingar -þetta hafði mér sko alls ekki dottið í hug :-)

Nafnlaus sagði...

Peysan sem er hér á myndunum er virkilega flott.

Kv. IS

Anna sagði...

IS - takk :-)