Stóri drengurinn eldaði kvöldmatinn. Uppáhaldið sitt, hakk og tortelini. Hann er með þá tillögu að gera þetta að föstum þriðjudagsmat og sleppa fiskmáltíðinni í staðinn.
Yeah Right!
Við Ingó skruppum upp á slysó til að líta betur á bólgna hönd. Ja skruppum er kannski ekki alveg rétta orðið því svona ferð tekur óratíma og við mættum brynjuð þolinmæði.
Eftir tveggja tíma bið var búið að kalla inn alla þá sem voru á staðnum þegar við mættum og líka þessa fjóra sem komu á eftir okkur. Og ekki nokkur maður eftir á biðstofunni.
Og enn biðum við. Það hvarflaði að mér að annað hvort væru þeir að bíða eftir fleirum til að afgreiða á undan okkur - eða að við hefðum gleymst.
En svo kom auðvitað að okkur að lokum og afgreiðslan eftir það tók ekki svo langan tíma.
Ingó þarf hins vegar að koma þrisvar á dag næstu daga til að fá lyf. Ég er hrædd um að hann geri ekki mikið annað þá daga ef það verður þriggja tíma bið í hvert skipti.
Á meðan við vorum að þessu stússi var svo múrarinn að flísaleggja.
4 ummæli:
Þið þurftuð þá bara að hætta að bíða eftir múrararnum þá kom hann.
ÞS
Já greinilega. En nú er hann búinn og vonandi verður allt klárt á morgun. Treysti á bró að setja upp kló.
Þolinmæði...
Já, ætli menn að venja komur sínar upp á slýsó þá þurfa menn að hafa meðferðis þó nokkurn slatta af þolinmæði og tala ég þá af mikillri reynslu. Ef Ingó hefur ekki breyst mikið frá háskólaárum sínum þá hef ég nú ekki áhyggjur af því að hann þoli ekki að fara nokkrar ferðir upp á slýsó án þess að mæðast.
Einhver sagði:
"Þolinmæði er vilji til að verða það sem maður getur orðið, ekki vilji til að láta sér lynda að vera það sem maður er."
Nú svo sagði einhver annar:
"Þolinmæði er eiginleiki sem við þurfum mest á að halda, þegar við höfum misst hann."
Ja Ingó fékk amk alveg sinn skammt af þolinmæði og hans skammtur er mun stærri en minn :-)
"Þolinmæði er vilji til að verða það sem maður getur orðið, ekki vilji til að láta sér lynda að vera það sem maður er."
Þetta er með því flottara sem ég hef heyrt
Skrifa ummæli