fimmtudagur, 28. janúar 2010

Árekstur


Það varð fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut í gærmorgun.
Fröken B var ökumaður fimmta bílsins. Hana sakaði sem betur fer ekki, en bíllinn er ansi krumpaður.

Miðvikudagur er lengsti dagurinn hennar í skólanum, svo tekur við þjálfun og hjálparsveit. Hún kom því ekki heim fyrir en um tíu. Hélt bara sínu plani eins og ekkert væri á þessum vandræðalegasta degi í lífi sínu - eins og hún kallar hann.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þetta hefur nú verið svolítið högg. Gott að ekki fór verr.
ÞS

Nafnlaus sagði...

Árekstur...

Já, hversu oft hef ég ekki lent í árekstri, en það er efni í heila bók að segja frá því.
Þó man ég eftir einum árekstri sem henti mig fyrir um 10 árum. Þá rakst ég á unga skvísu á kaffistofu fyrri vinnustaðar. Unga skvísan var í flegnum bol. Mér brá svo við áreksturinn að ég greip hana í fangið og kyssti á bringuna á henni. Næstu árin urðu engir eftirmálar, en æ síðan hef ég bölvað í hljóði yfir að hafa ekki kysst hana á munninn.

Ég held að allir sem eiga stelpur megi búast við því að þær lendi í "árekstri", báðar mínar stelpur hafa lent í árekstri, en sem betur fer var um minni háttar árekstra að ræða. Ég er glaður yfir því að Fröken B sakaði ekki. Að lenda í árekstri er reynsla út af fyrir sig, þó enginn vilji lenda í árekstri þá er það samt ákveðin reynsla sem menn búa af alla sína æfi.

Ég vona að allir mínir árekstrar heyri fortíðinni til.

Talandi um fortíðina þá segi ég alltaf:

"Sá sem heldur að ekki sé hægt að breyta fortíðinni hefur ekki enn skrifað endurminningar sínar."

Anna sagði...

Hmm það gæti nú verið dálítið vandræðalegt að kyssa alla sem maður rækist á. Fer þó væntanlega eftir því hverjir í hlut eiga...

Ég er nú ekki viss um að ég sé sammála þér með að stelpur lendi frekar í árekstrum en strákar - mig minnir að til séu tölur sem staðfesta það.

Maður er alltaf að endurskapa fortíðina ;-)

Nafnlaus sagði...

Haha "allir sem eiga stelpur mega búast við því að þær lendi í árekstri" ..voðalegur rembingur er þetta ;)

kv. Ökuþórinn

Nafnlaus sagði...

Ég vona innilega að þú sért búin að ná þér að mestu. Ég sendi þér mínar innilegu batahorfu kveðju ef það gagnar þér eitthvað.

Kveðja I.S

Anna sagði...

Takk fyrir IS.
Já já ég er búin að jafna mig.

Fyrst ekkert alvarlegra var að ökuþórnum en dálítið sært stolt - þá er allt í lagi :-)

Nafnlaus sagði...

Rembingur, reynsla og stolt...

Já ég var nú kannski of fljótur á mér að hlaða miklu lofi á reynsluna eða eins og einhver góður maður sagði:

"Reynsla er það sem við sitjum uppi með, þegar við erum orðin of gömul til að reyna nokkuð nýtt."

Allir sem eiga stelpur...
Já það var nú kannski hugsunarlaust af mér að segja þetta og hef ég ekkert sem staðfestir þetta og tek þetta til baka. Það var ekki ætlan mín að vera með rembing.

Og hvað varðar stoltið hjá Fröken B þá finnst mér eins og hún hafi jafnað sig strax þó hún hafi þurft að kyngja smávegis af því eða eins og eihver sagði:

"Kyngdu stoltinu þínu endrum og eins. Það er ekki fitandi."

Anna sagði...

:-)