Verkefni vikunnar voru lopasokkar. Veðrið var einhvern veginn of gott fyrir stærri verkefni.
(Lesist: Ég nennti engan veginn að rekja upp og laga hálsmálið á lopapeysunni)
Og svo var auðvitað stúdentsveisla í Breiðholtinu í gær, já og bæði kosningar og júróvisjón.
'Bissí missí'
Ég átti bleikan lopaafgang frá sokkunum í seinustu viku. Og slatta af gráum lit.
Til minnis:
Í sokkana fara tæplega 30 gr.
Prjónar nr 4,5.
Fitja upp 26 l., prjóna 24 umferðir stroff og svo 6 umferðir sléttar.
Hæll er gerður með því að prjóna 13 lykkjur fram og til baka í 8 umferðir. Skipt í þrennt, hæll mótaður. Tek upp 8 lykkjur (felli tvær af hvoru megin næstu tvær umf) og prjóna leistann 22 umferðir. Fella af í annarri hverri umferð.
Mér sýnist þetta vera ca fyrir tveggja ára.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli