mánudagur, 10. maí 2010

Handavinna

Lopapeysan er enn í vinnslu.
Ég er rétt búin með bolinn og hálfa aðra ermi.

Þannig að ég varð að grípa til annarra ráða til að standa við 'eitt verkefni á viku'.

Lauk við að sauma dúkkuföt.
Hnébuxur og skyrtu.
Upphaflega planið var að sauma fullt fullt af dúkkufötum - fyrir tvær litlar stelpur sem eiga afmæli í maí.
Já já - það varð eitthvað minna úr því en ég ætlaði.
Spurning hvort ég fresti dúkkufatasaumaskap til jóla.

Engin ummæli: