þriðjudagur, 25. maí 2010

Seinasti dagur í 'hjólað í vinnuna' átaki

Ég var að hugsa hvort ég væri með sama þroskastig og litlu krakkarnir sem hægt er að fá til að sendast ótrúlegustu hluti bara ef maður tímamælir þá.

Ég fékk nefnilega kílómetramæli á hjólið og það virkar þvílíkt hvetjandi á mig.

Eftir vinnu í dag ákvað ég að skreppa í heimsókn upp í Breiðholt, á hjólinu að sjálfsögðu.
Svona eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að kanna hvort sú sem ég ætlaði að heimsækja væri heima.

En það var hún altsvo ekki.

Svo ég hélt áfram og hjólaði niður í Mjódd, inn í Elliðárdal, allan Fossvogsdalinn, Kársnesið og svo heim.

Þetta eru rúmir 14 kílómetrar.

Og gekk ótrúlega vel.
Ja fyrir utan smá vesen í skógræktinni.
Líkast til er betra að nota bara hjólastígana.

En íþróttaiðkun mín og hjólaáhugi ætla bókstaflega engan endi að taka.

Engin ummæli: