Í gær var frábært veður og við ákváðum að keyra austur í átt að gosinu.
Lengi vel sáum við ekki neitt en svo allt í einu fór ekkert á milli mála hvað var í gangi.
Yfir öllu var aska - kolsvört og svo fíngerð að hún var eins og leir eða jafnvel steypa.
Á myndinni hér fyrir ofan er öskulagið ekki það þykkt að grasið nær að koma örlítið uppúr.
Þetta var dálítið eins og að horfa á tún sem nýbúið er að sá í. Eitt og eitt grasstrá á stangli.
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar aðeins austar - það munar bara örfáum metrum. Þar er öskulagið hins vegar eins og teppi yfir öllu.
Öll sérkenni í landslagi eru horfin undir öskumottu.
Þetta er ótrúlegt að sjá - eitthvað sem maður getur alls ekki ímyndað sér.
Alveg skelfilegt. Þegar haldið er aðeins austar - og aftur munar bara nokkrum metrum - er komið að Skógum.
Lengi vel sáum við ekki neitt en svo allt í einu fór ekkert á milli mála hvað var í gangi.
Yfir öllu var aska - kolsvört og svo fíngerð að hún var eins og leir eða jafnvel steypa.
Á myndinni hér fyrir ofan er öskulagið ekki það þykkt að grasið nær að koma örlítið uppúr.
Þetta var dálítið eins og að horfa á tún sem nýbúið er að sá í. Eitt og eitt grasstrá á stangli.
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar aðeins austar - það munar bara örfáum metrum. Þar er öskulagið hins vegar eins og teppi yfir öllu.
Öll sérkenni í landslagi eru horfin undir öskumottu.
Þetta er ótrúlegt að sjá - eitthvað sem maður getur alls ekki ímyndað sér.
Alveg skelfilegt. Þegar haldið er aðeins austar - og aftur munar bara nokkrum metrum - er komið að Skógum.
(Þar er merkilegur hitapottur - alls staðar í ferðinni var hitinn 8-9 stig - en þegar keyrt er inn að Skógum er hitinn kominn í 12 stig.)
Á Skógum er vissulega aska en ástandið er ekki svona yfirþyrmandi.
Þar má hins vegar vel heyra drunurnar frá jöklinum, drunurnar frá gosinu.
Magnað.
Við ætluðum að keyra enn austar en hættum við, því það var kominn vindur og mikil aska á veginum.
Enda takiði eftir sandstorminum - eða öskustorminum framundan?
2 ummæli:
Magnaðar myndir, flott skrif.
ÞS
Takk fyrir það. En þetta var alveg mögnuð upplifun.
Skrifa ummæli