sunnudagur, 2. maí 2010

Á hóteli

Húsið var undirlagt af prófalestri þannig að við ákváðum að skreppa burt um helgina.

Bara tvö.

Fengum ekki sumarbústað en skelltum okkur á Hótel Örk.
Seinast þegar við gistum þar lentum við reyndar bæði í klósettviðgerðum og brotunum ljósaperum en síðan er búið að gera hótelið upp svo það lofaði góðu.

Og við tókum með okkur bækur, sundföt og rauðvín.
Og svo sem engin plön nema lesa, fara í pottinn og sötra rauðvín.
Og svo gerði ég ráð fyrir að á herberginu væri aðstaða til að fá sér kaffi eða te.
Finnst það svo þægilegt.

Þegar það var ekki fór ég niður í lobbý og spurði hvort ekki væri hægt að fá hraðsuðuketil til að fá kaffi á herberginu.

Ég varð hins vegar dálítið vandræðaleg þegar sá í afgreiðslunni misskildi greinilega hvað vakti fyrir mér, horfði á mig og sagði: "það er Bónus búð hér beint á móti og þar getið þið fengið ókeypis kaffi"

Jebbs, einmitt - maður fer á hótel og sparar svo fúlgur með því að hlaupa yfir í Bónus í frítt kaffi.

Engin ummæli: