fimmtudagur, 27. maí 2010

Bekkjarafmæli Asa

Í dag var þvílíkt yndislegt veður, sól og blíða.

Og í dag var hér haldið upp á 12 ára afmæli.
Hérna voru 16 strákar út um allan garð.
Já og reyndar líka í næsta garði.

Þeir léku sér með kubbaspilið, fóru í fótbolta og hoppuðu á trampólíni.
Við rétt náðum að stoppa einn sem datt í hug að hoppa frá bílskúrsþakinu niður á trampólínið.
Þeim dettur svo sem ýmislegt í hug.

Annars voru þetta bara fínir strákar - dálítið hávaðasamir en kurteisir og flottir krakkar.

Þeir fengu pizzu og allir fóru í röð - rétt eins og þeir væru búnir að æfa sig í marga daga.
Og á eftir var snakk og súkkulaðikaka.

Mér fannst merkilegt að það helltist ekki einn dropi niður. Allt var borðað snyrtilega. Og allt rusl fór í tunnuna.
Og allir léku sér í sátt og samlyndi.
Það var nú eiginlega best.

Þetta gekk eiginlega miklu miklu betur en ég þorði að vona.

Engin ummæli: