þriðjudagur, 1. júní 2010

Gróðursetning

Á sunnudag skrapp ég í blómaleiðangur með tveimur konum sem ég þekki.
Önnur þeirra þekkir konu sem á gróðrastöð í Hveragerði, og hjá henni hef ég áður keypt hin fínustu blóm í garðinn.
Já og í miklu magni.
Á meðan fóru Ingó, Asi og fröken B. fóru í skemmtigarðinn í Grafarvogi.

Við fórum í flottu veðri og eyddum góðum tíma í að skoða og velja.
Ég keypti nokkrar mismunandi sortir en endaði alltaf í að velja bleikan lit.
Ja reyndar smávegis hvítt með.

Ég keypti líka fullt af grænmeti. Alls konar káltegundir sem ég kann ekki að nefna - og eru nú komnar í mold.

Vá hvað þetta er spennandi.

Engin ummæli: