Asi fór í afmæli í gær til 'systursonardóttur' minnar sem varð tveggja ára 20. maí.
Ótrúlegt hvað tíminn líður.
Að þetta stýri skuli vera orðið tveggja ára - bara svona allt í einu og án nokkurs fyrirvara.
Ég var svo forsjál í London í vetur að kaupa fyrir hana afmælisgjöf, en ákvað líka að prjóna sokka. Enda geta lopasokkar verið bráðnauðsynlegir í íslensku sumri.
Til minnis:
Léttlopi rétt rúm 30 gr. prjónar nr.4,5.
Fitja upp 24 lykkjur.
Munstur eru fjórar lykkjur sléttar og fjórar brugnar - til skiptis.
Eftir fjórar umferðir færist munstur um eina lykkju. Lengdin á sokknum er 14 munstur (ég veit svo sem ekkert hvort það er rétt - þarf að muna eftir að spyrja ömmuna hvernig sokkarnir pössuðu). Svo er prjónað slétt og fellt af í annarri hverri umferð.
Voila - tilbúið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli