Ég er alltaf að reyna að ala mig upp.
Temja mér góða siði.
Vera skipulögð, vinna í haginn og ekki vera á seinustu stundu með allt.
Ég hef því aldrei á æfinni verið eins skipulögð og fyrir útskriftardaginn.
Planið var að gera smávegis hvern dag vikunnar og finna bara alls ekki fyrir undirbúningi.
Vakna á föstudegi óstressuð með allt tilbúið nema fara í spariföt og bíða eftir gestum.
Ferlega smart.
Já já. Einmitt það.
Ja fyrri hluti plansins gekk upp.
Og allir fjölskyldumeðlimir tóku þátt.
Og hér var sópað og skúrað, bakað og skipulagt í marga daga.
Og í marga daga var ég með áhyggjur af því að misreikna mig, eða gleyma einhverju mikilvægu.
Ég er að spekúlera hvort mér henti kannski bara betur 'korter í veislu' syndrómið og taka bara einn dag í stress.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli