laugardagur, 22. maí 2010

Stúdent

Jæja þá er drengurinn orðinn stúdent.

Stóri dagurinn var í gær - og ég er bókstaflega að rifna af stolti.

Útskriftarathöfnin var haldin í Digraneskirkju og svo vorum við með smá boð hér heima á eftir fyrir nánustu ættingja.
Veðrið var ææðislegt - enda sagði jakkafataklæddi nýstúdentinn það tilheyra deginum og stemmingunni.
Það var svo hlýtt að hægt var að sitja hvort sem var úti á palli eða inni í sólstofu.

Matarskipulag veislunnar var afskaplega þægilegt.
Fyrst var kjúklingasúpa og með henni var heimabakað brauð, pestó og mjúkir ostar.
Með þessu var drukkið gos af öllu tagi og hvítvín (Trivento -Chardonnay Chenin) eða bjór.
Á eftir var kaffi og kökur, konfekt og kransakökubitar.

Allt gekk upp.

Ég held að við hér heima séum öll sammála um að þetta var alveg frábær dagur.
Kærar þakkir fyrir okkur.

Engin ummæli: