Í dag fórum á Árbæjarsafn.
Ferðinni var heitið í Árbæjarkirkju.
En þangað hef ég ekki komið síðan ég var skírð.
Okkur var nefnilega boðið í fermingu.
Og þar var eitt fermingarbarn, einn prestur, foreldrar, afar og ömmur, sirka fjörutíu gestir og kirkjan var gjörsamlega pökkuð.
Þetta var ægilega fín athöfn og fjölskylda fermingarbarnsins tók virkan þátt.
Las upp úr biblíunni og fór með bænir, allt eftir kúnstarinnar reglum.
Ótrúlega smart - en stundum leið mér samt eins og ég væri að leika í bíómynd.
Þegar presturinn las guðspjallið og hátíðleikinn var í hámarki hringdi sími.
Ótrúlega vandræðalegt.
Og maður lítur í kringum sig og svo til himins, og er örlítið hissa en líka dálítið hneykslaður á að stundinni skuli vera spillt með þessum hætti.
Að fólk geti ekki slökkt á símanum eitt augnablik.
Það liðu örfáar sekúndur, þar til hinn skelfilegi sannleikur rann upp fyrir mér.
Þar til ég áttaði mig á að helv... hringingin kom úr töskunni minni.
Úr símanum sem ég hefði getað svarið að væri heima á borði.
Hefði ég átt eina ósk -hefði ég óskað mér að hverfa.
En það gekk auðvitað ekki svo ég, eldrauð í framan, fiskað símadrusluna upp úr töskunni og slökkti á honum.
Mjööög hallærislegt.
Eftir athöfnina var kaffi að Lækjargötu 4 (sem er á safninu) - já mér var boðið líka.
Óóótrúlega flott.
Og gott.
2 ummæli:
HAHA æ ég hlæ ennþá að þessu!
B
Ég líka - svona eftir á að minnsta kosti
Skrifa ummæli