mánudagur, 10. maí 2010

Sumarbústaður

Alveg óvænt fengum við tilboð um að leigja bústað í Húsafelli.
Þar sem svona tilboð koma ekki á hverjum degi þá stekkur maður til og önnur plön eru sett til hliðar.

Við fórum eftir vinnu á föstudag og vorum þar til í gærkveldi.
Stóru krakkarnir voru uppteknir þannig að við vorum bara þrjú.

Meðferðis var matur, bækur, sundföt, prjónadót, boltar og sitthvað fleira.

Meiningin var að að lesa, prjóna og liggja í pottinum.
Lítið varð hins vegar úr prjónaskap en meira sofið og lesið.
Sem eru svo sem ágæt býtti.

Já og svo lágum við í pottinum.
Þar til fingur og tær urðu eins og rúsínur.

Og í gær var hægt að fara í sólbað.
Veðrið var æðislegt. 15 stiga hiti.

Og í dag er maður úthvíldur og ekki nærri eins grár og gugginn og áður.

Engin ummæli: