laugardagur, 22. maí 2010

Útskriftarsúpa


Uppskrift af súpunni frá í gær fékk ég uppi í vinnu.

Og hún var svooo góð.

Og til þess að týna ekki uppskriftinni, hafa hana aðgengilega, þá ætla ég að skrá hana hér.



Kjúklingasúpa (f. 10 manns):
Olía
1-2 msk karrý (ég set mun minna - bara nokkur korn)
3 lauf hvítlaukur
1 stk púrrulaukur
1 paprika
Steikt á pönnu

1 askja rjómaostur
1 flaska Heinz chili-sósa
salt og pipar
1-2 teningar kjúklinga- og grænmetiskraftur (smakka)
1 peli rjómi og 1/2 lítri matvinnslurjómi
vatn (lítið)
Bæta við kryddi eftir smekk
(ég setti rósmarín, chili, pipar, salt - nýstúdentinn bætti við nokkrum kornum af köd og grill)

Kjúklingabringur í bitum, steiktar, ca 1 á mann.
Upprunalega uppskriftin segir 2 kjúklingar steiktir eða soðnir - rifnir niður.

Súpuna má búa til deginum áður. Ágætt er að setja kjúklinginn ekki í hana fyrr en 20-30 mín áður en hún er borin fram -svo þeir verði ekki 'tjásulegir'.

Bon appetit.

Engin ummæli: