mánudagur, 17. maí 2010

Innkaupaboki

Þessi færsla átti náttúrulega að koma inn í gær.
En...
...í seinustu viku saumaði ég innkaupapoka, úr gömlum efnisbút.

Þetta er svona margnota poki - sem er pakkað niður í örlítinn poka og er alltaf til taks í töskunni minni eða bílnum.

Og ég sé fram á að það sparist stórar fjárhæðir í heimilisbókhaldinu við að sleppa því að kaupa einnota poka við kassann.
-Já eða þannig.

Það eina sem klikkaði í skipulaginu er að pokinn er í minni tösku - en Ingó sér um innkaup.

Og hann er sko ekki til viðræðu um að nota svona genial uppfinningu.
Skrítið.

Til minnis:
Pokinn er eins stór og efnisbúturinn leyfði, það er 50 x 50 cm.
Handföng eru sirka 8 cm (mættu vera örlítið lengri). Handföng og poki eru í einu stykki.
Allir saumar saumaðir tvöfaldir.
Styrking sett efst og inn í handföng.
Ég er búin að prófa pokann og hann ber að minnsta kosti 10 bækur. - Næst er að prófa hann í matarbúðinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oo ég er svo hissa að pabbi vilji ekki versla með þennan hehe

en mér finnst hann fínn ;)

Anna sagði...

Takk fyrir það. Jamm mér finnst það mjöög skrítið.