Ég hef alltaf talið mig líta nokkuð venjulega út - og er sjaldnast stoppuð í inn- eða úttékki. Enda búin að læra að rífa af mér belti og annan óþarfa - og labba um allt á sokkaleistum. Á útleiðinni vildu þeir skoða handtöskuna mína betur. Og þá meina ég grandskoða. Allt var opnað - gleraugnahulstur, servíettupakki, snyrtibudda - allt. Frekar óþægilegt -en sem betur fer höfðu þeir ekki yfir neinu að kvarta.
Við flugum til Stansted, tókum hraðlestina á Liverpool station og þaðan túbuna á Tottenham Court Road stöðina.
Hótelið var við lestarstöðina. Sem er náttúrulega frábær staðsetning - stutt niður á Oxford að versla og til að borða og spóka sig í Soho.
Herbergið var aftur á móti afar lítð. Pínu, pínu lítið.Og rúmið var það minnsta sem ég hef sofið í lengi. Breiddin varla meira en 130 cm.
Það þurfti því bæði lagni og samhæfingu til að komast bæði þar fyrir án þess að fá hné í bakið eða olnboga í auga.
Í London er mikið hægt að gera en okkur finnst einna skemmtilegast að labba um og skoða fólk og staðhætti, setjast inn á kaffihús eða bar, fá okkur snarl eða alvöru máltíðir. Já og svo finnst mér reyndar líka dálítið gaman að versla.
Við fórum á veitingastað sem okkur hafði verið bent á. Hann heitir Skylon og er rétt hjá London Eye. Ægilega fínn. Þar var allt fullbókað þegar við komum þannig að við settumst bara á barinn með útsýni yfir Thames og fengum okkur hvítvín og blinis með reyktum laxi.
Veðrið var svo sem ekkert sérstakt í þessari ferð. Og þó. Hitinn fór niður undir frostmark seinni partinn og á kvöldin en yfir hádaginn var hitinn 4-6 gráður sem er jú allt í lagi. Og það hvorki rigndi né snjóaði og alla dagana var blankalogn. Þetta er kannski bara fínasta febrúarveður.
3 ummæli:
Rosalega flottar myndir :)
ÞS
mmmmmmmmmmmmmmmm ædi.
Verdum ad hittast i London.
Gódar myndir.
Kv.Adda
Takk fyrir það ÞS og Adda.
Og Adda ég er sko alltaf til í hitting London. Nefndu bara stað og stund :-)
Skrifa ummæli