miðvikudagur, 3. febrúar 2010

Rósa

Í gærkvöld fékk ég höfuðverk dauðans og panodil virkaði ekki frekar en vatn. Því varð lítið úr saumaklúbbsferð og ég skreið snemma í bólið. Svefn er oft það eina sem hægt er að gera í þessari stöðu.

Það var því ekki fyrr en í morgun að ég heyrði fréttirnar.

Rósa er komin í leitirnar.

Hún var búin að vera týnd síðan í haust að hún strauk frá Dýrahjálp við Garðheima og er búin að vera á flækingi síðan. Eftir að hún týndist fóru krakkarnir nokkrum sinnum og leituðu, ég svipaðist um eftir henni í hverri viku (ja þegar ég labbaði) í Elliðárdalnum og kallaði á hana í hvert skipti (!) sem ég fór í Garðheima.

Við vorum hrædd um að hún myndi ekki lifa veturinn og kuldann af.

En hún er seig - og bíður nú eftir nýjum eiganda.
Hér heima eru reyndar nokkrir búnir að mæla með því að hún flytji aftur til okkar - en ég þori ekki að taka sénsinn.



Rósa

Á vef Dýrahjálpar má lesa meira um ævintýri Rósu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að Rósa sé fundin aftur og þá getið þið verið róleg og ég vona innilega að Rósa fái gott heimili fyrir sig. Það var leiðinlegt að þú skyldir fá þennann höfuðverk og hafir ekki geta komist í saumaklúbbsferðina.

Kv. IS

Nafnlaus sagði...

Gamla seig :)
Þóra