Handavinna vikunnar eru borðklútar - tuskur.
Ég á dálítinn lager af bómullargarni sem ég keypti á sínum tíma í eitthvað sem ekki gekk upp.
Stelpurnar í vinnunni prjónuðu klúta fyrir jól sem þær gáfu í jólagjöf og ég varð að prófa. Fannst þetta alveg frábært - bæði til að nýta garn og svo eru þetta þrælfínar tuskur.
Ég á slatta af tuskum sjálf - en einhverjar hef ég gefið.
Til minnis:
Borðklútar
Bómullargarn -úr hverri hnotu fást tvær tuskur
Fitja upp 50 lykkjur - prjóna 2-3 garða í byrjun stykkis og lok - og líka 3 lykkjur í hvorum jaðri
Munstur er fjórar slétt og fjórar brugðið
Lengd - sama og breidd
Engin ummæli:
Skrifa ummæli