þriðjudagur, 9. febrúar 2010

Aðgát skal höfð

Ég var á alveg frábærri ráðstefnu -eða málþingi - áðan. Það var haldið í tilefni alþjóðlegs netöryggisdags og SAFT sá um undirbúning. Yfirskrift málþingsins var 'Hugsaðu áður en þú sendir'.

Fyrirlesararnir voru hver öðrum betri ...ja eða nei sumir voru nú reyndar mun betri en aðrir.
En erindin hefðu sko fleiri mátt heyra en þessir örfáu sem voru staddir í salnum.

Talað var um ábyrgð, virðingu og friðhelgi og það sem gerist eða getur gerst í skjóli nafnleyndar (jebbs fólk bloggar víst bæði nafnlaust og commentar líka).

Talað var um hvernig fólk getur bæði hannað sig og endurskapað á félagsnetum -og hve jákvæður sá heimur birtist - þar er vettvangur hughrifa og stemmingar- (því auðvitað setur enginn neikvæðan status). Og við fengum meðal annars að sjá myndbrot sem sýnir Facebook-hegðun í raunheimi.

Og það var minnt á að það sem einu sinni fer inn á netið fer ekki svo glatt þaðan aftur.
Ætli allir sem setja inn myndir á Facebook viti til dæmis að þær séu áfram til þó þeim sé eytt?
Og í því tilfelli séu þær séu líka eign annarra.

Engin ummæli: