sunnudagur, 7. febrúar 2010

Smart hvítir sokkar


Ég er hræðilegur safnari.

Losa mig ekki við hluti sem ég er þó löngu hætt að nota.

Svo kvarta ég um plássleysi með jöfnu millibili og er algjörlega fyrirmunað að sjá samhengið þarna á milli.

Sokkaskúffan mín er eitt dæmi. Þar voru að minnsta kosti tuttugu pör af hvítum sokkum - sem ég er búin að eiga í fjölda ára.

Og ég sem er aldrei í hvítum sokkum. Aldrei.

En núna á ég nærri tóma sokkaskúffu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sokkar...

Svartir sokkar eða hvítir sokkar?

Ég er alltaf í svörtum sokkum í vinnunni og um leið og ég kem heim fer ég úr svörtu sokkunum og í hvíta sokka.

Var einhver að segja að ég væri skrítinn.

Ég vona að þú hafir ekki hent hvítu sokkunum.

Anna sagði...

Jú þeir fóru sko í ruslið.

Og ég efast stórlega um að þessir sokkar hefðu getað nýst nokkrum.