föstudagur, 26. febrúar 2010

Arrg

Ég er að reyna að stilla mig.

En það eru 50 bílar fastir undir Hafnarfjalli.
Í snjókomu, skafrenningi og afar slæmu skyggni. Blindbylur segir visir.is

Og ég sá í fréttum að fjöldi fólks þurfti að gista í Borgarnesi í nótt vegna illviðrisins.

Og rútan sem átti að leggja af stað klukkan átta er enn ekki farin - sem betur fer.
Þeir ætla að bíða til klukkan níu og kanna aðstæður þá. Ég veit samt ekki eftir hverju þeir eru að bíða. Vori kannski.

Og ég sit hér dauðstressuð og drullupirruð og vildi að ég gæti bara bannað svona vetrarferðir. Eða að minnsta kosti bannað mínu fólki að fara.

Ég meina hvaða bull er það að æða norður á þessum tíma árs.
Arrg.

Engin ummæli: