sunnudagur, 14. febrúar 2010

Sunnudagshandavinna

Aftur kominn sunnudagur og ég náði ekki að klára peysuna þó það muni grátlega litlu.
Ég á eftir að prjóna ca 15 cm á bol auk lista og annars frágangs.
Stefni á að klára hana í vikunni - enda í vetrarfríi.


Þá er gott að geta skellt hér inn öðrum verkefnum.


Eins og í seinustu viku er það þægileg hugsunarlaus handavinna. Svona handavinna sem er tilvalin að taka með sér á saumaklúbbskvöld þar sem athyglin á að vera á fólkinu sem maður situr með en ekki í einhverju úttalningarstressi.


Til minnis

Blágræni borðklúturinn er úr Mandarin petit - og er prjónaður úr klukkuprjóni. Hann er ægilega ljótur en ég held (vona) hann skáni við notkun.

Þessi hvíti er úr bómullarblöndu-garni úr Europris - en það garn hefur komið mér skemmtilega á óvart. Ég á eina svona tusku og hún er alltaf eins - alveg sama hversu oft hún er þvegin. Munstrið í þeim hvíta er fjórar sléttar og svo ein brugðin. Brugðna lykkjan færist svo lengra til hægri í hverri umferð.

Lykkjufjöldi er 40-50 lykkjur

Var ég búin að nefna það að svona prjónaðir borðklútar eru með þeim betri sem ég hef notað.



Engin ummæli: