föstudagur, 5. febrúar 2010

Lengri dagar

Pabbi sagði í gamla daga að daginn lengdi um hænufet á dag og ég man að við skoðuðum upplýsingar í mogganum um tíma sólarupprásar og sólarlags. Fylgdumst með lengingunni og fundum breytinguna.

Núna þegar við erum hálfnuð að jafndægrum er daginn farið að lengja mikið. Og svakalega munar mig um það. Það er ótrúlegt hvað birtan hefur mikil áhrif á mann.

Ég var að spá í það hvað það er skrítið að daginn skuli ekki lengja jafnt í 'báðar áttir'.
Það eru nokkrar vikur síðan ég tók eftir breytingum seinni partinn en það var ekki fyrr en í seinustu viku sem ég sá mun á morgunbirtunni.

Og þó það sé enn svarta myrkur rétt fyrir átta þá fer að sjá í smá bláma litlu síðar og klukkan hálf tíu er orðið bjart. Og þetta gerðist einhvern veginn í seinustu viku.
Bara allt í einu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Get ekki verið meira sammála þér með birtuna.
Þóra