Í nótt voru tveir næturgestir hjá Asa. Tveir vinir hans sem deila gífurlegum fótboltaáhuga þó svo dálítill aldursmunur sé á þeim og þeir styði ekki endilega sömu liðin.
Þegar þeir eru inni geta þeir geta endalaust spjallað um boltann og spilað Football Manager og þegar þeir eru úti er tuðran aldrei langt undan.
Þeir voru í tölvunni fram yfir miðnætti en fóru þá í rúmið og það tók þá að minnsta kosti klukkutíma að sofna. Það kom mér því dálítið á óvart hversu sprækir þeir voru í morgun - allir komnir á stjá milli hálf níu og hálf tíu. Og eftir smá morgunmat eru þeir stungnir af í tölvuleik og njóta þess að fröken B. er ekki heima og þeir hafa litlu íbúðina til ráðstöfunar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli