Halló sól.
Hvar ertu eiginlega?
Rólegur dagur.
Lesa, borða, sofa.
Já og HM.
Ég les bók sem gleypir mann þvílíkt.
Og er engan veginn viðræðuhæf.
Nema um það sem gerist í bókinni og fólkið þar.
Hún heitir 'Góða nótt yndið mitt' eftir Dorothy Koomson.
Og hún reynir þvílíkt á að ég var gjörsamlega búin þegar henni var lokið.
Þetta er bók sem ég mæli með en vara líka við.
Um miðjan dag tókum við pásu.
Fórum aðeins út og spókuðum okkur.
Á göngugötu og á Glerártorgi.
Við ætluðum líka í Lystigarðinn.
En það er ekki góð hugmynd fyrir fólk með gróðurofnæmi.
Garðurinn verður því að bíða aðeins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli