þriðjudagur, 22. júní 2010

Dagur fjögur

Halló sól.
Hvar ertu eiginlega?

Rólegur dagur.
Lesa, borða, sofa.
Já og HM.

Ég les bók sem gleypir mann þvílíkt.
Og er engan veginn viðræðuhæf.
Nema um það sem gerist í bókinni og fólkið þar.

Hún heitir 'Góða nótt yndið mitt' eftir Dorothy Koomson.

Og hún reynir þvílíkt á að ég var gjörsamlega búin þegar henni var lokið.
Þetta er bók sem ég mæli með en vara líka við.

Um miðjan dag tókum við pásu.
Fórum aðeins út og spókuðum okkur.
Á göngugötu og á Glerártorgi.

Við ætluðum líka í Lystigarðinn.
En það er ekki góð hugmynd fyrir fólk með gróðurofnæmi.
Garðurinn verður því að bíða aðeins.

Engin ummæli: