Ég keypti blóm á leiðið hjá mömmu og pabba þegar ég fór til Hveragerðis um daginn.
Það var hins vegar ekki fyrr en núna í gær, nærri viku seinna, að við systur og Ingó, fórum upp í garð.
Með bílinn fullan af blómum, hönskum, skóflum og klórum - rétt eins og við værum bæjarvinnuflokkur á leið í alls herjar gróðursetningu.
Við stungum upp og hreinsuðum leiðin og settum svo niður margarítur, nellikur og sólboða.
Þetta var nú hálf rytjulegt á að líta en ég vona nú að blómin eigi eftir að taka við sér og skarta sínu fegursta í sumar.
Til öryggis skruppum við í dag til að vökva aftur.
Það er nokkuð ljóst að ef veðrið verður áfram svona frábært þá þurfa þær að vera nokkrar vökvunarferðirnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli