Hún er búin að taka þvílíkan tíma og valda mér erfiðleikum.
Ekki að ég viti hvers vegna - þetta er þriðja peysan í röð sem ég prjóna - í sömu stærð, með sömu prjónum og úr sams konar lopa og áður.
Ja munstrið er reyndar annað.
Kannski að það sé málið?
En einhvern veginn hefur allt verið öfugsnúið.
Munstrið var of stórt og það var flái í hálslíningunni.
Ég lét peysuna liggja í viku áður en ég nennti að rekja upp.
Næst var flái í heklaða kantinum - og eftir að hafa rakið upp hundrað sinnum (ja eða tvisvar) ákvað ég að láta slag standa og reyna að pressa fláann úr.
Best að það komi fram að það tókst ekki.
En þá var ég eiginlega búin að fá nóg - og peysan verður svona.
Búið basta.
Það hljóta að finnast einhver not fyrir svona galna peysu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli