miðvikudagur, 16. júní 2010

HM

Ég er ekki alveg að átta mig á öllum þessum fótbolta.
Og er alls ekki með á hreinu með hvaða liðum á að halda.
En þau lið sem ég vel eru alltaf á skjön við þau sem aðrir á heimilinu halda með.

Um daginn spiluðu til dæmis Danir og Hollendingar.
Og ég hélt með Dönum.
Að sjálfsögðu. Við norðurlandabúar og allt það.
Þegar Hollendingarnir unnu varð ég alveg miður mín.
En þó mest yfir fagnaðarlátum allra hinna á heimilinu.

Í dag áttu Svisslendingar og Spánverjar leik. (Sem ég reyndar horfði ekki á - en það er önnur saga).
Undanfarna 15 leiki (eða svo) hefur Spánn malað Sviss.
Mér fannst því frábært þegar dæmið snérist við og Svisslendingar unnu.
Sætur sigur.
Áfram Sviss.
Hélt að nú væru allir sammála mér.
En neibb óekki.
Veðmál í gangi útum allan bæ - og allir ægilega fúlir eftir að veðja á öruggu Spánverjana.

Engin ummæli: