fimmtudagur, 24. júní 2010

Skrítin reynsla

Eitt af því sem ég hef gert undanfarna daga er að fara í Te og kaffi í Eymundsson og fá mér frappó eða íste.
Maður getur eiginlega orðið háður þessu.

Frappóið hefur alltaf verið frábært rétt eins og frappó á að vera.
Ískalt með íshröngli.
Og þjónustan hefur verið fín.

Þar til í dag.
Þá klikkaði hvorutveggja.

Ég fékk kaffi - sem var vissulega kalt en lapþunnt og í þvi var ekki vottur af íshröngli.
Þetta var bara þunnt kalt kaffi, eins og maður hefði gleymt bollanum á borðinu.

Fyrst ætlaði ég bara að spyrja hvort þetta ætti að vera svona þunnt - þá sagðist sú í afgreiðslunni geta bætt smá klökum útí.
Mér leist ekkert á það. Sagði að þetta væri eiginlega bara kalt kaffi.
Þá fékk ég að vita með miklum þjósti og áherslum að frappó væri kalt kaffi.

(Sem er auðvitað alveg rétt - og ég vissi - en fram að þessu hefur það þó verið meira í líkingu við bæði væntingar mínar og mynd á auglýsingu. Og þetta kaffi stóðst engan veginn þær væntingar. )
Þá kom hinn á vaktinni inn í málið - og sagði að smekkur manna væri misjafn. Og þegar ég benti á myndina að þykka fína frappóinu sagði hann þau aldrei hafa afgreitt loklaust frappó.

Ég ákvað að láta þetta mál ganga lengra - og tók af þeim mynd til að láta fylgja með kvörtunarbréfi.
Þá ruku þau á mig og sögðu myndatökur bannaðar og heimtuðu að ég eyddi myndinni. Núna og fyrir framan þau.

Ég verð nú að játa að ég er í smá sjokki yfir viðbrögðunum.

Engin ummæli: