Í dag er lengsti 'dagur' ársins.
En sólin hefur eitthvað gleymt sér.
Að minnsta kosti er hún hvergi sjáanleg.
Við dundum okkur.
Við lesum og strákarnir horfa á HM.
Í hádeginu fórum við á kaffihús.
Og fengum þær flottustu vöfflur sem sögur fara af.
Stórar, þykkar, með is og rjóma í miklu magni.
Með berjum og súkkulaðisósu.
Mmm ég fæ vatn í munninn bara af tilhugsuninni.
Á eftir fórum við í búðir.
Og Asi valdi sér (og fékk) gallabuxur.
Þær fyrstu sem hann eignast.
Hann er þvílíkur gæi.
Þetta er bara eins og að vera í útlöndum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli