laugardagur, 19. júní 2010

Sumar á Akureyri

Ferðin norður gekk vel.
Enda atvinnubílstjórar á ferð.

Við keyrðum alla leið í bullandi blíðu, 17-20 stig.
Og á ca. klukkutíma fresti stoppuðum við og teygðum úr okkur.
Að tilstuðlan strákanna var það í öllum tilfellum á N1 stöðvum - því þar söfnuðu þeir stimplum og fengu ýmislegt smálegt.

Við komum svo til Akureyrar klukkan 18:13 í gær.
(Timínn er algjörlega á hreinu því strákarnir voru með veðmál í gangi hvenær við yrðum looksins komin).

Eftir að hafa náð í lyklana fundum við íbúðina í Furulundi.
Fínasta íbúð.
Lítil.
En alveg akkúrat passleg fyrir okkur.

Þessi blokk er að mörgu leiti mjög spes.
Ég held að hér séu ekkert nema orlofsíbúðir.
Svo það var svaka stuð í alla nótt og partý í hverri íbúð fram undir morgun.

Ég sá svo á visir.is að á Akureyri hefðu verið óspektir og fyllerí og lögreglan hefði haft í nógu að snúast í nótt.
En við vorum samt ósköp róleg.

Engin ummæli: