(Gula fíflið mætt.)
En við létum það ekki trufla okkur - enda áttum við að skila íbúðinni klukkan 12.
Tókum smá krók og skutluðum systurbarnabarni og mömmu þess út á Dalvík.
Keyrðum til baka.
Og kláruðum að þrífa, pakka í bílinn og skila lyklum.
Lögðum svo af stað heim á hádegi - í sól og 13 stiga hita.
Í Varmahlíð er skyldustopp.
Þar stoppa ég aaalltaf.
Þetta er svona forfeðratenging.
Og sólin í Skagafirði bregst ekki frekar en venjulega.Og núna var hitinn kominn í 19 stig.
Í Varmahlíð fást líka þær bestu grilluðu samlokur sem sögur fara af.
Núna var bara stutt stopp - og samlokurnar voru teknar með í bílinn.
Öll ferðin heim gekk svakalega vel.
Og tók aðeins fimm tíma.
Þrátt fyrir stopp á öllum skyldustöðum.
Við erum bara nokkuð ánægð með okkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli