Verkefni vikunnar voru lopasokkar. Veðrið var einhvern veginn of gott fyrir stærri verkefni.
(Lesist: Ég nennti engan veginn að rekja upp og laga hálsmálið á lopapeysunni)
Og svo var auðvitað stúdentsveisla í Breiðholtinu í gær, já og bæði kosningar og júróvisjón.
'Bissí missí'
Ég átti bleikan lopaafgang frá sokkunum í seinustu viku. Og slatta af gráum lit.
Til minnis:
Í sokkana fara tæplega 30 gr.
Prjónar nr 4,5.
Fitja upp 26 l., prjóna 24 umferðir stroff og svo 6 umferðir sléttar.
Hæll er gerður með því að prjóna 13 lykkjur fram og til baka í 8 umferðir. Skipt í þrennt, hæll mótaður. Tek upp 8 lykkjur (felli tvær af hvoru megin næstu tvær umf) og prjóna leistann 22 umferðir. Fella af í annarri hverri umferð.
Mér sýnist þetta vera ca fyrir tveggja ára.
sunnudagur, 30. maí 2010
fimmtudagur, 27. maí 2010
Bekkjarafmæli Asa
Í dag var þvílíkt yndislegt veður, sól og blíða.
Og í dag var hér haldið upp á 12 ára afmæli.
Hérna voru 16 strákar út um allan garð.
Já og reyndar líka í næsta garði.
Þeir léku sér með kubbaspilið, fóru í fótbolta og hoppuðu á trampólíni.
Við rétt náðum að stoppa einn sem datt í hug að hoppa frá bílskúrsþakinu niður á trampólínið.
Þeim dettur svo sem ýmislegt í hug.
Annars voru þetta bara fínir strákar - dálítið hávaðasamir en kurteisir og flottir krakkar.
Þeir fengu pizzu og allir fóru í röð - rétt eins og þeir væru búnir að æfa sig í marga daga.
Og á eftir var snakk og súkkulaðikaka.
Mér fannst merkilegt að það helltist ekki einn dropi niður. Allt var borðað snyrtilega. Og allt rusl fór í tunnuna.
Og allir léku sér í sátt og samlyndi.
Það var nú eiginlega best.
Þetta gekk eiginlega miklu miklu betur en ég þorði að vona.
Og í dag var hér haldið upp á 12 ára afmæli.
Hérna voru 16 strákar út um allan garð.
Já og reyndar líka í næsta garði.
Þeir léku sér með kubbaspilið, fóru í fótbolta og hoppuðu á trampólíni.
Við rétt náðum að stoppa einn sem datt í hug að hoppa frá bílskúrsþakinu niður á trampólínið.
Þeim dettur svo sem ýmislegt í hug.
Annars voru þetta bara fínir strákar - dálítið hávaðasamir en kurteisir og flottir krakkar.
Þeir fengu pizzu og allir fóru í röð - rétt eins og þeir væru búnir að æfa sig í marga daga.
Og á eftir var snakk og súkkulaðikaka.
Mér fannst merkilegt að það helltist ekki einn dropi niður. Allt var borðað snyrtilega. Og allt rusl fór í tunnuna.
Og allir léku sér í sátt og samlyndi.
Það var nú eiginlega best.
Þetta gekk eiginlega miklu miklu betur en ég þorði að vona.
þriðjudagur, 25. maí 2010
Seinasti dagur í 'hjólað í vinnuna' átaki
Ég var að hugsa hvort ég væri með sama þroskastig og litlu krakkarnir sem hægt er að fá til að sendast ótrúlegustu hluti bara ef maður tímamælir þá.
Ég fékk nefnilega kílómetramæli á hjólið og það virkar þvílíkt hvetjandi á mig.
Eftir vinnu í dag ákvað ég að skreppa í heimsókn upp í Breiðholt, á hjólinu að sjálfsögðu.
Svona eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að kanna hvort sú sem ég ætlaði að heimsækja væri heima.
En það var hún altsvo ekki.
Svo ég hélt áfram og hjólaði niður í Mjódd, inn í Elliðárdal, allan Fossvogsdalinn, Kársnesið og svo heim.
Þetta eru rúmir 14 kílómetrar.
Og gekk ótrúlega vel.
Ja fyrir utan smá vesen í skógræktinni.
Líkast til er betra að nota bara hjólastígana.
En íþróttaiðkun mín og hjólaáhugi ætla bókstaflega engan endi að taka.
Ég fékk nefnilega kílómetramæli á hjólið og það virkar þvílíkt hvetjandi á mig.
Eftir vinnu í dag ákvað ég að skreppa í heimsókn upp í Breiðholt, á hjólinu að sjálfsögðu.
Svona eftir á að hyggja hefði verið sniðugt að kanna hvort sú sem ég ætlaði að heimsækja væri heima.
En það var hún altsvo ekki.
Svo ég hélt áfram og hjólaði niður í Mjódd, inn í Elliðárdal, allan Fossvogsdalinn, Kársnesið og svo heim.
Þetta eru rúmir 14 kílómetrar.
Og gekk ótrúlega vel.
Ja fyrir utan smá vesen í skógræktinni.
Líkast til er betra að nota bara hjólastígana.
En íþróttaiðkun mín og hjólaáhugi ætla bókstaflega engan endi að taka.
mánudagur, 24. maí 2010
Hjólaferð
Við skruppum í smá hjólatúr í morgun.
Upphaflega ætluðum við út í Nauthólsvík, en veðrið var svoo gott og það var svoo gaman að hjóla að við fórum alla leið út á Ægissíðu.
Á bakaleiðinni hjóluðum við svo fyrir Kársnesið og tókum Sunnuhlíðarhringinn.
Og allt þetta tók klukkutíma og korter.
Og maður verður eitthvað svo glaður og ánægður með sig.
Brosir hringinn.
Ansi vígaleg - og öll með hjálm.
Afmælisbarnið kom að sjálfsögðu með.Upphaflega ætluðum við út í Nauthólsvík, en veðrið var svoo gott og það var svoo gaman að hjóla að við fórum alla leið út á Ægissíðu.
Á bakaleiðinni hjóluðum við svo fyrir Kársnesið og tókum Sunnuhlíðarhringinn.
Og allt þetta tók klukkutíma og korter.
Og maður verður eitthvað svo glaður og ánægður með sig.
Brosir hringinn.
Afmæli
Örverpið mitt á afmæli í dag.
12 ára.
Þessi litli sem er samt orðinn svo stór.
Og skagar hátt upp í mig.
Og á eftir verður veisla - í því allra besta veðri sem hægt er að hugsa sér.
Borð og stólar eru úti á palli - og flest annað tilbúið.
Nú bíður maður bara.
12 ára.
Þessi litli sem er samt orðinn svo stór.
Og skagar hátt upp í mig.
Og á eftir verður veisla - í því allra besta veðri sem hægt er að hugsa sér.
Borð og stólar eru úti á palli - og flest annað tilbúið.
Nú bíður maður bara.
sunnudagur, 23. maí 2010
Sokkaprjón
Asi fór í afmæli í gær til 'systursonardóttur' minnar sem varð tveggja ára 20. maí.
Ótrúlegt hvað tíminn líður.
Að þetta stýri skuli vera orðið tveggja ára - bara svona allt í einu og án nokkurs fyrirvara.
Ég var svo forsjál í London í vetur að kaupa fyrir hana afmælisgjöf, en ákvað líka að prjóna sokka. Enda geta lopasokkar verið bráðnauðsynlegir í íslensku sumri.
Til minnis:
Léttlopi rétt rúm 30 gr. prjónar nr.4,5.
Fitja upp 24 lykkjur.
Munstur eru fjórar lykkjur sléttar og fjórar brugnar - til skiptis.
Eftir fjórar umferðir færist munstur um eina lykkju. Lengdin á sokknum er 14 munstur (ég veit svo sem ekkert hvort það er rétt - þarf að muna eftir að spyrja ömmuna hvernig sokkarnir pössuðu). Svo er prjónað slétt og fellt af í annarri hverri umferð.
Voila - tilbúið.
Ótrúlegt hvað tíminn líður.
Að þetta stýri skuli vera orðið tveggja ára - bara svona allt í einu og án nokkurs fyrirvara.
Ég var svo forsjál í London í vetur að kaupa fyrir hana afmælisgjöf, en ákvað líka að prjóna sokka. Enda geta lopasokkar verið bráðnauðsynlegir í íslensku sumri.
Til minnis:
Léttlopi rétt rúm 30 gr. prjónar nr.4,5.
Fitja upp 24 lykkjur.
Munstur eru fjórar lykkjur sléttar og fjórar brugnar - til skiptis.
Eftir fjórar umferðir færist munstur um eina lykkju. Lengdin á sokknum er 14 munstur (ég veit svo sem ekkert hvort það er rétt - þarf að muna eftir að spyrja ömmuna hvernig sokkarnir pössuðu). Svo er prjónað slétt og fellt af í annarri hverri umferð.
Voila - tilbúið.
Hvítasunnudagur
laugardagur, 22. maí 2010
Útskriftarsúpa
Uppskrift af súpunni frá í gær fékk ég uppi í vinnu.
Og hún var svooo góð.
Og til þess að týna ekki uppskriftinni, hafa hana aðgengilega, þá ætla ég að skrá hana hér.
Og hún var svooo góð.
Og til þess að týna ekki uppskriftinni, hafa hana aðgengilega, þá ætla ég að skrá hana hér.
Kjúklingasúpa (f. 10 manns):
Olía
1-2 msk karrý (ég set mun minna - bara nokkur korn)
3 lauf hvítlaukur
1 stk púrrulaukur
1 paprika
Steikt á pönnu
1 askja rjómaostur
1 flaska Heinz chili-sósa
salt og pipar
1-2 teningar kjúklinga- og grænmetiskraftur (smakka)
1 peli rjómi og 1/2 lítri matvinnslurjómi
vatn (lítið)
Bæta við kryddi eftir smekk
(ég setti rósmarín, chili, pipar, salt - nýstúdentinn bætti við nokkrum kornum af köd og grill)
Kjúklingabringur í bitum, steiktar, ca 1 á mann.
Upprunalega uppskriftin segir 2 kjúklingar steiktir eða soðnir - rifnir niður.
Súpuna má búa til deginum áður. Ágætt er að setja kjúklinginn ekki í hana fyrr en 20-30 mín áður en hún er borin fram -svo þeir verði ekki 'tjásulegir'.
Bon appetit.
Olía
1-2 msk karrý (ég set mun minna - bara nokkur korn)
3 lauf hvítlaukur
1 stk púrrulaukur
1 paprika
Steikt á pönnu
1 askja rjómaostur
1 flaska Heinz chili-sósa
salt og pipar
1-2 teningar kjúklinga- og grænmetiskraftur (smakka)
1 peli rjómi og 1/2 lítri matvinnslurjómi
vatn (lítið)
Bæta við kryddi eftir smekk
(ég setti rósmarín, chili, pipar, salt - nýstúdentinn bætti við nokkrum kornum af köd og grill)
Kjúklingabringur í bitum, steiktar, ca 1 á mann.
Upprunalega uppskriftin segir 2 kjúklingar steiktir eða soðnir - rifnir niður.
Súpuna má búa til deginum áður. Ágætt er að setja kjúklinginn ekki í hana fyrr en 20-30 mín áður en hún er borin fram -svo þeir verði ekki 'tjásulegir'.
Bon appetit.
Skipulag
Ég er alltaf að reyna að ala mig upp.
Temja mér góða siði.
Vera skipulögð, vinna í haginn og ekki vera á seinustu stundu með allt.
Ég hef því aldrei á æfinni verið eins skipulögð og fyrir útskriftardaginn.
Planið var að gera smávegis hvern dag vikunnar og finna bara alls ekki fyrir undirbúningi.
Vakna á föstudegi óstressuð með allt tilbúið nema fara í spariföt og bíða eftir gestum.
Ferlega smart.
Já já. Einmitt það.
Ja fyrri hluti plansins gekk upp.
Og allir fjölskyldumeðlimir tóku þátt.
Og hér var sópað og skúrað, bakað og skipulagt í marga daga.
Og í marga daga var ég með áhyggjur af því að misreikna mig, eða gleyma einhverju mikilvægu.
Ég er að spekúlera hvort mér henti kannski bara betur 'korter í veislu' syndrómið og taka bara einn dag í stress.
Temja mér góða siði.
Vera skipulögð, vinna í haginn og ekki vera á seinustu stundu með allt.
Ég hef því aldrei á æfinni verið eins skipulögð og fyrir útskriftardaginn.
Planið var að gera smávegis hvern dag vikunnar og finna bara alls ekki fyrir undirbúningi.
Vakna á föstudegi óstressuð með allt tilbúið nema fara í spariföt og bíða eftir gestum.
Ferlega smart.
Já já. Einmitt það.
Ja fyrri hluti plansins gekk upp.
Og allir fjölskyldumeðlimir tóku þátt.
Og hér var sópað og skúrað, bakað og skipulagt í marga daga.
Og í marga daga var ég með áhyggjur af því að misreikna mig, eða gleyma einhverju mikilvægu.
Ég er að spekúlera hvort mér henti kannski bara betur 'korter í veislu' syndrómið og taka bara einn dag í stress.
Stúdent
Jæja þá er drengurinn orðinn stúdent.
Stóri dagurinn var í gær - og ég er bókstaflega að rifna af stolti.
Útskriftarathöfnin var haldin í Digraneskirkju og svo vorum við með smá boð hér heima á eftir fyrir nánustu ættingja.
Veðrið var ææðislegt - enda sagði jakkafataklæddi nýstúdentinn það tilheyra deginum og stemmingunni.
Það var svo hlýtt að hægt var að sitja hvort sem var úti á palli eða inni í sólstofu.
Matarskipulag veislunnar var afskaplega þægilegt.
Fyrst var kjúklingasúpa og með henni var heimabakað brauð, pestó og mjúkir ostar.
Með þessu var drukkið gos af öllu tagi og hvítvín (Trivento -Chardonnay Chenin) eða bjór.
Á eftir var kaffi og kökur, konfekt og kransakökubitar.
Allt gekk upp.
Ég held að við hér heima séum öll sammála um að þetta var alveg frábær dagur.
Kærar þakkir fyrir okkur.
Stóri dagurinn var í gær - og ég er bókstaflega að rifna af stolti.
Útskriftarathöfnin var haldin í Digraneskirkju og svo vorum við með smá boð hér heima á eftir fyrir nánustu ættingja.
Veðrið var ææðislegt - enda sagði jakkafataklæddi nýstúdentinn það tilheyra deginum og stemmingunni.
Það var svo hlýtt að hægt var að sitja hvort sem var úti á palli eða inni í sólstofu.
Matarskipulag veislunnar var afskaplega þægilegt.
Fyrst var kjúklingasúpa og með henni var heimabakað brauð, pestó og mjúkir ostar.
Með þessu var drukkið gos af öllu tagi og hvítvín (Trivento -Chardonnay Chenin) eða bjór.
Á eftir var kaffi og kökur, konfekt og kransakökubitar.
Allt gekk upp.
Ég held að við hér heima séum öll sammála um að þetta var alveg frábær dagur.
Kærar þakkir fyrir okkur.
þriðjudagur, 18. maí 2010
Gamall húsgangur
Ég rakst á þennan húsgang í dag - og fannst ég kannast við kauða
Heimtaðu allt af öðrum,
engu skaltu nenna.
Ef þú gerir aldrei neitt
er ekkert þér að kenna
Heimtaðu allt af öðrum,
engu skaltu nenna.
Ef þú gerir aldrei neitt
er ekkert þér að kenna
mánudagur, 17. maí 2010
Innkaupaboki
Þessi færsla átti náttúrulega að koma inn í gær.
En...
...í seinustu viku saumaði ég innkaupapoka, úr gömlum efnisbút.
Þetta er svona margnota poki - sem er pakkað niður í örlítinn poka og er alltaf til taks í töskunni minni eða bílnum.
Og ég sé fram á að það sparist stórar fjárhæðir í heimilisbókhaldinu við að sleppa því að kaupa einnota poka við kassann.
-Já eða þannig.
Það eina sem klikkaði í skipulaginu er að pokinn er í minni tösku - en Ingó sér um innkaup.
Og hann er sko ekki til viðræðu um að nota svona genial uppfinningu.
Skrítið.
Til minnis:
Pokinn er eins stór og efnisbúturinn leyfði, það er 50 x 50 cm.
Handföng eru sirka 8 cm (mættu vera örlítið lengri). Handföng og poki eru í einu stykki.
Allir saumar saumaðir tvöfaldir.
Styrking sett efst og inn í handföng.
Ég er búin að prófa pokann og hann ber að minnsta kosti 10 bækur. - Næst er að prófa hann í matarbúðinni.
En...
...í seinustu viku saumaði ég innkaupapoka, úr gömlum efnisbút.
Þetta er svona margnota poki - sem er pakkað niður í örlítinn poka og er alltaf til taks í töskunni minni eða bílnum.
Og ég sé fram á að það sparist stórar fjárhæðir í heimilisbókhaldinu við að sleppa því að kaupa einnota poka við kassann.
-Já eða þannig.
Það eina sem klikkaði í skipulaginu er að pokinn er í minni tösku - en Ingó sér um innkaup.
Og hann er sko ekki til viðræðu um að nota svona genial uppfinningu.
Skrítið.
Til minnis:
Pokinn er eins stór og efnisbúturinn leyfði, það er 50 x 50 cm.
Handföng eru sirka 8 cm (mættu vera örlítið lengri). Handföng og poki eru í einu stykki.
Allir saumar saumaðir tvöfaldir.
Styrking sett efst og inn í handföng.
Ég er búin að prófa pokann og hann ber að minnsta kosti 10 bækur. - Næst er að prófa hann í matarbúðinni.
sunnudagur, 16. maí 2010
laugardagur, 15. maí 2010
Ferming
Í dag fórum á Árbæjarsafn.
Ferðinni var heitið í Árbæjarkirkju.
En þangað hef ég ekki komið síðan ég var skírð.
Okkur var nefnilega boðið í fermingu.
Og þar var eitt fermingarbarn, einn prestur, foreldrar, afar og ömmur, sirka fjörutíu gestir og kirkjan var gjörsamlega pökkuð.
Þetta var ægilega fín athöfn og fjölskylda fermingarbarnsins tók virkan þátt.
Las upp úr biblíunni og fór með bænir, allt eftir kúnstarinnar reglum.
Ótrúlega smart - en stundum leið mér samt eins og ég væri að leika í bíómynd.
Þegar presturinn las guðspjallið og hátíðleikinn var í hámarki hringdi sími.
Ótrúlega vandræðalegt.
Og maður lítur í kringum sig og svo til himins, og er örlítið hissa en líka dálítið hneykslaður á að stundinni skuli vera spillt með þessum hætti.
Að fólk geti ekki slökkt á símanum eitt augnablik.
Það liðu örfáar sekúndur, þar til hinn skelfilegi sannleikur rann upp fyrir mér.
Þar til ég áttaði mig á að helv... hringingin kom úr töskunni minni.
Úr símanum sem ég hefði getað svarið að væri heima á borði.
Hefði ég átt eina ósk -hefði ég óskað mér að hverfa.
En það gekk auðvitað ekki svo ég, eldrauð í framan, fiskað símadrusluna upp úr töskunni og slökkti á honum.
Mjööög hallærislegt.
Eftir athöfnina var kaffi að Lækjargötu 4 (sem er á safninu) - já mér var boðið líka.
Óóótrúlega flott.
Og gott.
Ferðinni var heitið í Árbæjarkirkju.
En þangað hef ég ekki komið síðan ég var skírð.
Okkur var nefnilega boðið í fermingu.
Og þar var eitt fermingarbarn, einn prestur, foreldrar, afar og ömmur, sirka fjörutíu gestir og kirkjan var gjörsamlega pökkuð.
Þetta var ægilega fín athöfn og fjölskylda fermingarbarnsins tók virkan þátt.
Las upp úr biblíunni og fór með bænir, allt eftir kúnstarinnar reglum.
Ótrúlega smart - en stundum leið mér samt eins og ég væri að leika í bíómynd.
Þegar presturinn las guðspjallið og hátíðleikinn var í hámarki hringdi sími.
Ótrúlega vandræðalegt.
Og maður lítur í kringum sig og svo til himins, og er örlítið hissa en líka dálítið hneykslaður á að stundinni skuli vera spillt með þessum hætti.
Að fólk geti ekki slökkt á símanum eitt augnablik.
Það liðu örfáar sekúndur, þar til hinn skelfilegi sannleikur rann upp fyrir mér.
Þar til ég áttaði mig á að helv... hringingin kom úr töskunni minni.
Úr símanum sem ég hefði getað svarið að væri heima á borði.
Hefði ég átt eina ósk -hefði ég óskað mér að hverfa.
En það gekk auðvitað ekki svo ég, eldrauð í framan, fiskað símadrusluna upp úr töskunni og slökkti á honum.
Mjööög hallærislegt.
Eftir athöfnina var kaffi að Lækjargötu 4 (sem er á safninu) - já mér var boðið líka.
Óóótrúlega flott.
Og gott.
Laugardagsmorgunn
Sól, sól, sól.
Hitinn stefnir baaara upp á við.
Kaffi fyrir framan hús.
Nýjir bollar.
Ahh.
Eru þeir ekki annars flottir?
Ég fékk þá í afmælisgjöf um daginn.
(Einmitt það sem mig vantaði - og einmitt það sem mig langaði í ).
Fröken B. var fulltrúi hinna og gat ekki valið á milli og keypti einn af hvoru.
Ég mátti skipta í hvort stellið sem var.
En ég gat heldur ekki valið á milli og ætla að eiga báða.
Mmm I love it
Hitinn stefnir baaara upp á við.
Kaffi fyrir framan hús.
Nýjir bollar.
Ahh.
Eru þeir ekki annars flottir?
Ég fékk þá í afmælisgjöf um daginn.
(Einmitt það sem mig vantaði - og einmitt það sem mig langaði í ).
Fröken B. var fulltrúi hinna og gat ekki valið á milli og keypti einn af hvoru.
Ég mátti skipta í hvort stellið sem var.
En ég gat heldur ekki valið á milli og ætla að eiga báða.
Mmm I love it
þriðjudagur, 11. maí 2010
Vor
Ég var komin í sumarþörf.
Vantaði blóm og liti.
Eitthvað fallegt að sjá þegar ég fer út á morgnana og þegar ég kem heim á daginn.
Keypti mér margarítu, fjólu og eitthvað rautt (pelargóníu?).
Þetta er allt annað.
Og eftir nokkra daga (vikur) næ ég í meira og fylli körfur og ker að ógleymdum beðum.
Set niður kryddjurtir og grænmeti.
Ummm æðislegt.
Vantaði blóm og liti.
Eitthvað fallegt að sjá þegar ég fer út á morgnana og þegar ég kem heim á daginn.
Keypti mér margarítu, fjólu og eitthvað rautt (pelargóníu?).
Þetta er allt annað.
Og eftir nokkra daga (vikur) næ ég í meira og fylli körfur og ker að ógleymdum beðum.
Set niður kryddjurtir og grænmeti.
Ummm æðislegt.
mánudagur, 10. maí 2010
Sumarbústaður
Alveg óvænt fengum við tilboð um að leigja bústað í Húsafelli.
Þar sem svona tilboð koma ekki á hverjum degi þá stekkur maður til og önnur plön eru sett til hliðar.
Við fórum eftir vinnu á föstudag og vorum þar til í gærkveldi.
Stóru krakkarnir voru uppteknir þannig að við vorum bara þrjú.
Meðferðis var matur, bækur, sundföt, prjónadót, boltar og sitthvað fleira.
Meiningin var að að lesa, prjóna og liggja í pottinum.
Lítið varð hins vegar úr prjónaskap en meira sofið og lesið.
Sem eru svo sem ágæt býtti.
Já og svo lágum við í pottinum.
Þar til fingur og tær urðu eins og rúsínur.
Og í gær var hægt að fara í sólbað.
Veðrið var æðislegt. 15 stiga hiti.
Og í dag er maður úthvíldur og ekki nærri eins grár og gugginn og áður.
Þar sem svona tilboð koma ekki á hverjum degi þá stekkur maður til og önnur plön eru sett til hliðar.
Við fórum eftir vinnu á föstudag og vorum þar til í gærkveldi.
Stóru krakkarnir voru uppteknir þannig að við vorum bara þrjú.
Meðferðis var matur, bækur, sundföt, prjónadót, boltar og sitthvað fleira.
Meiningin var að að lesa, prjóna og liggja í pottinum.
Lítið varð hins vegar úr prjónaskap en meira sofið og lesið.
Sem eru svo sem ágæt býtti.
Já og svo lágum við í pottinum.
Þar til fingur og tær urðu eins og rúsínur.
Og í gær var hægt að fara í sólbað.
Veðrið var æðislegt. 15 stiga hiti.
Og í dag er maður úthvíldur og ekki nærri eins grár og gugginn og áður.
Hjóla hjóla
Það var öllu betra hjólaveður í dag heldur en fyrir helgi.
Og sólin sýndi sig ..og hitinn skreið upp í 10 stig.
Ég átti þvílíkt erfitt með að hemja mig inni í öllu þessu góða veðri.
Og klukkan 4 þaut ég af stað.
Og ákvað að fara lengri leiðina heim.
Fram að þessu hef ég harðneitað, (ja það hefur bara ekki hvarflað að mér), að hjóla meira en tvisvar sinnum þessa 1,8 km sem eru á milli heimilis og vinnu, finnst það bara alveg nóg.
En í dag bara gat ég ekki stillt mig (úbbs það er eins og einhver sé að tala í gegnum mig).
Samanlagðir km dagsins eru 7,4.
Jebbs.
Og sólin sýndi sig ..og hitinn skreið upp í 10 stig.
Ég átti þvílíkt erfitt með að hemja mig inni í öllu þessu góða veðri.
Og klukkan 4 þaut ég af stað.
Og ákvað að fara lengri leiðina heim.
Fram að þessu hef ég harðneitað, (ja það hefur bara ekki hvarflað að mér), að hjóla meira en tvisvar sinnum þessa 1,8 km sem eru á milli heimilis og vinnu, finnst það bara alveg nóg.
En í dag bara gat ég ekki stillt mig (úbbs það er eins og einhver sé að tala í gegnum mig).
Samanlagðir km dagsins eru 7,4.
Jebbs.
Handavinna
Lopapeysan er enn í vinnslu.
Ég er rétt búin með bolinn og hálfa aðra ermi.
Þannig að ég varð að grípa til annarra ráða til að standa við 'eitt verkefni á viku'.
Lauk við að sauma dúkkuföt.
Hnébuxur og skyrtu.
Upphaflega planið var að sauma fullt fullt af dúkkufötum - fyrir tvær litlar stelpur sem eiga afmæli í maí.
Ég er rétt búin með bolinn og hálfa aðra ermi.
Þannig að ég varð að grípa til annarra ráða til að standa við 'eitt verkefni á viku'.
Lauk við að sauma dúkkuföt.
Hnébuxur og skyrtu.
Upphaflega planið var að sauma fullt fullt af dúkkufötum - fyrir tvær litlar stelpur sem eiga afmæli í maí.
Já já - það varð eitthvað minna úr því en ég ætlaði.
Spurning hvort ég fresti dúkkufatasaumaskap til jóla.
fimmtudagur, 6. maí 2010
Annar dagur í átaki
Kæra sól.
Vorum við ekki búnar að semja?
Ég veit ég læt eins og mér finnist fínt að hjóla í rigningarúða - en það er bara ekki alveg rétt.
Mér finnst ekkert fínt við að koma blaut í vinnuna með hár eins og lukkutröll.
miðvikudagur, 5. maí 2010
Áktakið hjólað í vinnuna...
... stendur yfir núna í þrjár vikur í maí.
Í minni vinnu erum við um tíu sem ætlum að vera með.
Auðvitað er mislangt fyrir fólk að fara og ekki allir eins heppnir og ég með hjólaleið.
En mér finnst þetta flott þátttaka.
Í morgun var dálítil þoka og blautt, en alveg æðislegt hjólaveður að öðru leyti.
Og ég fór í vindgalla með vinnufötin í poka.
Ekkert mál.
Ja nema hárið altsvo.
Í minni vinnu erum við um tíu sem ætlum að vera með.
Auðvitað er mislangt fyrir fólk að fara og ekki allir eins heppnir og ég með hjólaleið.
En mér finnst þetta flott þátttaka.
Í morgun var dálítil þoka og blautt, en alveg æðislegt hjólaveður að öðru leyti.
Og ég fór í vindgalla með vinnufötin í poka.
Ekkert mál.
Ja nema hárið altsvo.
þriðjudagur, 4. maí 2010
Breytingar á skipulagi
Ég var búin að ákveða að þegar veðrið yrði gott...
og þegar það hefði hlýnað svo mikið að maður fengi ekki lengur kalbletti á fingurna...
...þá myndi ég skella mér í garðverk.
Bara stutta stund í einu.
En galvösk.
Og núna er veðrið einmitt svoleiðis.
Logn og hlýtt.
En þá langar mig mun meira í að sitja á pallinum með kaffi og prjóna.
Og þá gerir maður það.
og þegar það hefði hlýnað svo mikið að maður fengi ekki lengur kalbletti á fingurna...
...þá myndi ég skella mér í garðverk.
Bara stutta stund í einu.
En galvösk.
Og núna er veðrið einmitt svoleiðis.
Logn og hlýtt.
En þá langar mig mun meira í að sitja á pallinum með kaffi og prjóna.
Og þá gerir maður það.
sunnudagur, 2. maí 2010
Handavinna
Ég er búin að vera frekar slöpp í handavinnu í vikunni.
Gat ekki ákveðið mig hvað ég ætti að vinna næst og hef því eiginlega ekkert gert.
Eða ja ég byrjaði reyndar á peysu á föstudag en er rétt búin með stroffið þannig að hún er ekki orðin sýningarhæf.
En ég átti til góða dálítið sem ég var búin að sauma fyrir svolitlu síðan.
Ég átti smá efnisbút í lit sem passaði ekki með neinu og ég vissi aldrei hvernig ég ætti að nýta - þar til þessi viskustykki urðu til.
Ég á eftir að gera fleiri svona.
Gat ekki ákveðið mig hvað ég ætti að vinna næst og hef því eiginlega ekkert gert.
Eða ja ég byrjaði reyndar á peysu á föstudag en er rétt búin með stroffið þannig að hún er ekki orðin sýningarhæf.
En ég átti til góða dálítið sem ég var búin að sauma fyrir svolitlu síðan.
Ég átti smá efnisbút í lit sem passaði ekki með neinu og ég vissi aldrei hvernig ég ætti að nýta - þar til þessi viskustykki urðu til.
Ég á eftir að gera fleiri svona.
Ferð að gosstöðvum
Í gær var frábært veður og við ákváðum að keyra austur í átt að gosinu.
Lengi vel sáum við ekki neitt en svo allt í einu fór ekkert á milli mála hvað var í gangi.
Yfir öllu var aska - kolsvört og svo fíngerð að hún var eins og leir eða jafnvel steypa.
Á myndinni hér fyrir ofan er öskulagið ekki það þykkt að grasið nær að koma örlítið uppúr.
Þetta var dálítið eins og að horfa á tún sem nýbúið er að sá í. Eitt og eitt grasstrá á stangli.
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar aðeins austar - það munar bara örfáum metrum. Þar er öskulagið hins vegar eins og teppi yfir öllu.
Öll sérkenni í landslagi eru horfin undir öskumottu.
Þetta er ótrúlegt að sjá - eitthvað sem maður getur alls ekki ímyndað sér.
Alveg skelfilegt. Þegar haldið er aðeins austar - og aftur munar bara nokkrum metrum - er komið að Skógum.
Lengi vel sáum við ekki neitt en svo allt í einu fór ekkert á milli mála hvað var í gangi.
Yfir öllu var aska - kolsvört og svo fíngerð að hún var eins og leir eða jafnvel steypa.
Á myndinni hér fyrir ofan er öskulagið ekki það þykkt að grasið nær að koma örlítið uppúr.
Þetta var dálítið eins og að horfa á tún sem nýbúið er að sá í. Eitt og eitt grasstrá á stangli.
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar aðeins austar - það munar bara örfáum metrum. Þar er öskulagið hins vegar eins og teppi yfir öllu.
Öll sérkenni í landslagi eru horfin undir öskumottu.
Þetta er ótrúlegt að sjá - eitthvað sem maður getur alls ekki ímyndað sér.
Alveg skelfilegt. Þegar haldið er aðeins austar - og aftur munar bara nokkrum metrum - er komið að Skógum.
(Þar er merkilegur hitapottur - alls staðar í ferðinni var hitinn 8-9 stig - en þegar keyrt er inn að Skógum er hitinn kominn í 12 stig.)
Á Skógum er vissulega aska en ástandið er ekki svona yfirþyrmandi.
Þar má hins vegar vel heyra drunurnar frá jöklinum, drunurnar frá gosinu.
Magnað.
Við ætluðum að keyra enn austar en hættum við, því það var kominn vindur og mikil aska á veginum.
Enda takiði eftir sandstorminum - eða öskustorminum framundan?
Á hóteli
Húsið var undirlagt af prófalestri þannig að við ákváðum að skreppa burt um helgina.
Bara tvö.
Fengum ekki sumarbústað en skelltum okkur á Hótel Örk.
Seinast þegar við gistum þar lentum við reyndar bæði í klósettviðgerðum og brotunum ljósaperum en síðan er búið að gera hótelið upp svo það lofaði góðu.
Og við tókum með okkur bækur, sundföt og rauðvín.
Og svo sem engin plön nema lesa, fara í pottinn og sötra rauðvín.
Og svo gerði ég ráð fyrir að á herberginu væri aðstaða til að fá sér kaffi eða te.
Finnst það svo þægilegt.
Þegar það var ekki fór ég niður í lobbý og spurði hvort ekki væri hægt að fá hraðsuðuketil til að fá kaffi á herberginu.
Ég varð hins vegar dálítið vandræðaleg þegar sá í afgreiðslunni misskildi greinilega hvað vakti fyrir mér, horfði á mig og sagði: "það er Bónus búð hér beint á móti og þar getið þið fengið ókeypis kaffi"
Jebbs, einmitt - maður fer á hótel og sparar svo fúlgur með því að hlaupa yfir í Bónus í frítt kaffi.
Bara tvö.
Fengum ekki sumarbústað en skelltum okkur á Hótel Örk.
Seinast þegar við gistum þar lentum við reyndar bæði í klósettviðgerðum og brotunum ljósaperum en síðan er búið að gera hótelið upp svo það lofaði góðu.
Og við tókum með okkur bækur, sundföt og rauðvín.
Og svo sem engin plön nema lesa, fara í pottinn og sötra rauðvín.
Og svo gerði ég ráð fyrir að á herberginu væri aðstaða til að fá sér kaffi eða te.
Finnst það svo þægilegt.
Þegar það var ekki fór ég niður í lobbý og spurði hvort ekki væri hægt að fá hraðsuðuketil til að fá kaffi á herberginu.
Ég varð hins vegar dálítið vandræðaleg þegar sá í afgreiðslunni misskildi greinilega hvað vakti fyrir mér, horfði á mig og sagði: "það er Bónus búð hér beint á móti og þar getið þið fengið ókeypis kaffi"
Jebbs, einmitt - maður fer á hótel og sparar svo fúlgur með því að hlaupa yfir í Bónus í frítt kaffi.
laugardagur, 1. maí 2010
Maí - loksins
Maí er uppáhalds mánuðurinn minn.
Þá er ég orðin nokkuð örugg um að sumarið sé að koma og á síður á hættu að veturinn læðist aftan að mér.
Allt er að springa út.
Og ég tek eftir einhverju nýju á hverjum degi.
Og mér líkar jafnvel mild vorrigning.
En bjartir hlýir dagar eru samt bestir - nema hvað.
Eins og í dag - sól, blíða, hiti.
Einmitt eins og það á að vera.
Þá er ég orðin nokkuð örugg um að sumarið sé að koma og á síður á hættu að veturinn læðist aftan að mér.
Allt er að springa út.
Og ég tek eftir einhverju nýju á hverjum degi.
Og mér líkar jafnvel mild vorrigning.
En bjartir hlýir dagar eru samt bestir - nema hvað.
Eins og í dag - sól, blíða, hiti.
Einmitt eins og það á að vera.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)