fimmtudagur, 25. febrúar 2010

Tepokaspeki



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hamingja...

"Tepokaspeki", þetta orð hef ég ekki heyrt notað yfir speki, spakmæli, orðatiltæki, gáfulegar tilvitnanir og gullmola, en mér líkar það.

Talandi um hamingjuna sem við í sífellu eltumst við þá má segja að hamingjan sé ekki fólgin í því að gera það sem mann langar til, heldur að langa til þess sem maður gerir.

Ágæt stúlka sem ég hef þekkt lengi segir oft við mig: "Hættu að lifa í framtíðinni" og ég reyni það.

Hér er ágæt tepokaspeki til hennar, nú eða mín:

Orsök þess að fólk á svo erfitt með að njóta hamingjunnar er sú, að það sér liðna tímann betri en hann var, nútímann verri en hann er og framtíðina bjartari en hún mun verða.

Jæja en hvað um það, fyrst við erum að tala um hamingju þá getum við alveg eins talað um óhamingju og þá getum við sagt:

Væri okkur gert að safna allri óhamingju okkar í sameiginlegan sjóð og síðan ættu allir að fá úr honum jafnan hlut, myndi meirihlutinn með glöðu geði taka sitt framlag aftur og halda brott.

Svona geta hlutirnir nú verið skrítnir og ég er alveg viss um að væri hamingjan fólgin í líkamlegri vellíðan og áhyggjuleysi myndi hamingjusamasti einstaklingurinn hvorki vera karl né kona, heldur kýr út á túni.

Anna sagði...

N - takk fyrir gott innlegg :-)