fimmtudagur, 25. febrúar 2010

Snjór

Ég verð nú að játa að ég er ekkert voðalega spennt að keyra í þessu veðri.
Og er óskaplega fegin að þurfa ekki að fara langt í vinnuna.

Í fyrsta skipti keyri ég bíl með abs-bremsum (heita þær það ekki annars) og ég átta mig ekki alveg á þeim. Skil ekki alveg hvað er sniðugt við bremsur sem hemla bara alls ekki neitt heldur ískra og svo rennur bíllinn bara eitthvað áfram.
Algjörlega stjórnlaust.
Eða þannig.

Annars skilst mér að veðrið eigi að vera svona eitthvað áfram og er ekkert ferlega ánægð með það.

Ef ég mætti ráða væri sól og blíða. Ég þekki nefnilega feðga sem eru á leið norður á Akureyri um helgina á fótboltamót. Þeir stefna á að fara snemma í fyrramálið með rútu fullri af ellefu ára strákum.

Ég var um tíma að spá í að fljúga norður á laugardag og vera fram á sunnudag - en maður minn það kostar an arm and a leg - bara flugið sko. Og þá er gistingin eftir.

Nei ég verð bara heima -fröken B. og stóra drengnum til ánægju og yndisauka.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nákvæmlega þannig sem þessar bremsur virka :) eða réttara sagt , virka ekki.
ÞS

Anna sagði...

jamm ótrúlega skrítin virkni