sunnudagur, 7. febrúar 2010

Ostabollur

Mér datt í hug að baka bollur fyrir okkur ..og fótboltamennina - og geri ráð fyrir að fröken B. fúlsi ekki við þeim þegar hún kemur þreytt heim á eftir.

Þessar bollur eru alveg ótrúlega fljótlegar, einfaldar og síðast en ekki síst bragðgóðar.


Ostabollur


375 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
rifinn ostur (ca 100 gr - ekki mjög nákvæmt)
1 egg
3 msk olía
AB-mjólk og mjólk (samtals ca 250ml)

Blandið öllu saman í skál og hrærið saman með sleif - bara rétt að láta deigið samlagast og ekki of lengi. Deigið á að vera blautt.

Setjið bollurnar með skeið á plötu. (Þessi uppskrift er tvær plötur)

Fínt að pensla með eggi eða mjólk og strá smá rifnum osti yfir.

Bakið við 180° í ca 20 mínútur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fékk að smakka hjá þér og þær eru æði.
Þóra

Anna sagði...

Tak for det mín kæra