...er búin að vera frekar skrítin en líka alveg ágæt.
Ferðin norður gekk vel en þeir feðgar voru komnir á Akureyri rúmlega tvö á föstudag. Þeir hafa skemmt sér frábærlega á fótboltamótinu sem lauk um fimmleytið i dag en þá lögðu þeir af stað heim - í ágætisveðri.
Ég er hins vegar búin að vera lasin alla helgina.
Eða eiginlega frá því fyrir helgi.
Með beinverki, hálsbólgu, kvef og kverkaskít.
Hef meira og minna legið fyrir - fyrir utan smá tíma í gærkveldi.
Þá skrapp ég í heimsókn til vinkonu minnar.
(Fröken B. var nefnilega búin að bjóða hálfum bænum til sín í afmæli.)
Við fórum út að borða.
Á Saffran. Þar fær maður góðan mat, stóra skammta og borgar lítið.
Það er sko staður sem ég mæli með.
Þegar ég kom heim var partýið enn í fullum gangi - en mér tókst að lauma mér inn án þess að nokkur tæki eftir.
Í morgun var íbúðin ótrúlega snyrtileg. En það má fara í vænt ferðalag fyrir söluandvirði tómra bjórdósa.
2 ummæli:
Rosalega áttu góða vinkonu :)
Sendu mér mynd af henni, verð að sjá hana, ég verð... :)
jebbs - hún er sko sú besta
Skrifa ummæli