mánudagur, 1. febrúar 2010

Draumar

Sumir trúa að draumar hafi ákveðna merkingu meðan aðrir telja að í draumum sé hugurinn að vinna úr ýmsu sem við erum að fást við.

Ég er svona beggja blands. Og hef tekið þá afstöðu að ráða alla drauma fyrir annað hvort peningum eða ferðalögum. Ef hins vegar hvorugt passar inní þá er greinilegt að maður er að vinna betur úr sínu.

Ekki veit ég hvernig það er með aðra en mig dreymir alveg óskaplega mikið. Fæsta drauma man ég þó nákvæmlega -heldur bara einhver brot eða tilfinningu - stundum notalega en stundum líkari martröð.

Í nótt dreymdi mig draum sem mig hefur dreymt nokkrum sinnum -þó hann birtist í aðeins mismunandi útfærslum.

Í draumnum standa yfir flutningar og ég -eða við- þurfum að pakka ótrúlegu magni af alls konar dóti í töskur og kassa sem duga engan veginn fyrir allt þetta dót.

Við erum nefnilega að verða of sein í flug. Og í stað þess að hlutunum fækki þá fjölgar þeim og við erum alveg að missa að vélinni.

Og við þurfum að velja hvað á að taka með og hvað verður skilið eftir...

Einhvern veginn held ég að ráðning þessa draums tengist hvorki ferðalögum né peningum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað þá? Ertu þá að vinna úr öllum utanlandsferðunum ??? Held þetta sé fyrir fullt af peningum sem þið notið í utanlandsferðir.
ÞS

Nafnlaus sagði...

Draumar...

Ég trúi því að draumar hafi ákveðna merkingu; hvaða merkingu? Hef ekki hugmynd um það.

Það er greinilegt að þú ert manneskja sem hefur gaman af að ferðast og ert farin að dreyma sama ferðadrauminn aftur og aftur og þá veltir maður fyrir sér skilum á milli draums og veruleika.

Einhver sagði:
"Ég svaf eins og steinn, en mig dreymdi í alla nótt að mér kæmi ekki dúr á auga."

Og svona fyrir ferðamanneskjuna þá er sagt að ferðalög víkki sjóndeildarhring fólks, en oft og tíðum auka þau aðeins málæði þess.

En erum við ekki á eilífu ferðalagi. Ég segi oft við fólk:

"Það mikilvægasta í þessari veröld er ekki endilega hvar þú ert stödd, heldur í hvaða átt þú stefnir."

Nafnlaus sagði...

Draumar...

Ég trúi því að draumar hafi ákveðna merkingu; hvaða merkingu? Hef ekki hugmynd um það.

Það er greinilegt að þú ert manneskja sem hefur gaman af að ferðast og ert farin að dreyma sama ferðadrauminn aftur og aftur og þá veltir maður fyrir sér skilum á milli draums og veruleika.

Einhver sagði:
"Ég svaf eins og steinn, en mig dreymdi í alla nótt að mér kæmi ekki dúr á auga."

Og svona fyrir ferðamanneskjuna þá er sagt að ferðalög víkki sjóndeildarhring fólks, en oft og tíðum auka þau aðeins málæði þess.

En erum við ekki á eilífu ferðalagi. Ég segi oft við fólk:

"Það mikilvægasta í þessari veröld er ekki endilega hvar þú ert stödd, heldur í hvaða átt þú stefnir."

Nafnlaus sagði...

Æji það var nú ekki ætlan mín að senda sömu athugasemdirnar inn tvisvar.

Fyrst svona ílla tókst til þá sendi ég ferðalangnum smá heilræði.

"Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara hafnar þú að lokum einhvers staðar annars staðar."

og

"Ef þú skiptir ekki um stefnu, þá eru allar líkur á því að þú endir á þeim stað sem þú ert að fara."

Anna sagði...

Þ og N
Þetta líkar mér - ég sé að þið gerið eins og ég - og ráðið allt sem peninga.. og ferðalög

Og þegar ég hugsa það - þá á það ágætlega við :-)